fuglasexa
Þessi mynd er úr The Shining Tribe Tarot eftir Rachel Pollack. Spilið kallast Six of Birds eða fuglasexa (sbr. spaðasexa).
Fyrirmyndin að sofandi konunni eru tvær litlar styttur sem fundust í neðanjarðarmusteri á eynni Möltu. Rachel getur þess að sumir fræðimenn álíti að “sofandi konurnar” hafi verið dýrkendur eða prestynjur sem komu í musterið til að leita lækningar, visku eða spásagnar í draumum.
Rachel gefur þessu spili eftirfarandi merkingu: Máttur drauma, einkum drauma af helgum eða dulrænum toga. Dyr opnast inn í hið óþekkta. Að gera sérstakar ráðstafanir til að leita lækningar eða umbreytingar. Að treysta skilningi sem er sprottinn af innsæi.
Myndin er birt hér með leyfi höfundar.
Vængir
Ég finn hvernig draumurinn rennur mér smám saman úr greipum. Skynjunin. Ég berst við að höndla…
…er að teikna mynd: haf, strönd, fjöll. Á sjónum teygja gríðarstórir gulir vængir sig hátt til himins í undraverðum þokka. Á jöðrunum rennur fagurblátt út í blágrænt. Þetta eru grannir vængir. Ég breikka þá, toga þá út með fingurgómunum. Sæl virði ég þessa fullkomnun fyrir mér, sé fisléttar fanirnar bærast. En þegar ég ætla að fylla frekar upp í rissaðan bakgrunn sjávar, fjöru og fjalla, sigli ég í strand. Ég geng að málverkastafla sem er mér á vinstri hönd og dreg út eina mynd: þarna líða tignarlegir vængirnir á þröngu sundi milli ávalra hæða innan um báta og skip. Allt er í mjúkum, margræðum litum. Ég horfi til lands. Næfurþunnir vatnslitir í glóandi blæbrigðum jarðar flæða niður hlíðar, óreglulegir flekkir og taumar renna saman í undursamlega ljóðræna heild, gefa allt til kynna, mosa lyng og blóm. Ég gríp andann á lofti. Hér verður ekkert leikið eftir. Í brjóstinu ómar af streng… Innblástur? Uppgjöf? Draumurinn horfinn.
Ég vissi ekki til að mig hefði dreymt fyrr. Í huga mínum áttu draumar heima í fornum sögum og báru vitni frumstæðri vitund sem kunni ógjörla skil á ímyndun og veruleika. Ég fór nánast hjá mér þegar ég heyrði fólk tala um draumareynslu sína eins og alvörumál og skrifaði það í hjarta mínu á einfeldni þess og dómgreindarleysi. En nú hafði mig dreymt þennan draum sem krafðist athygli minnar og snerti mig djúpt. Mér var ljóst að þarna var staða mín dregin upp skýrum dráttum: löngun mín til að skapa sem strandaði á ósjálfstæði mínu og undirgefni við þann lærdóm sem ég hafði aflað mér. Ég var eins og gímald sem gat aldrei lesið nóg. Ég einblíndi á gloppurnar í þekkingu minni og var ekki fyrr búin að fylla upp í eina en aðrar komu í ljós. Ég streittist við að byggja mér traustan grundvöll en tókst aldrei að finna fast land undir fótum. Líf mitt hafði einkennst af leit sem hafði ekki borið tilætlaðan árangur. Ég var stödd í blindgötu. Þetta var mér sýnt og ég vissi að við þessu yrði ég að bregðast. Og það gerði ég með því að leita á þau mið sem ég þekkti best: ég settist á skólabekk og fór að læra meira.
Á löngum árum síðan mig dreymdi þennan örlagaríka draum hefur mér lærst að draumar leitast ávallt við að leiða dreymandanum fyrir sjónir eitthvað sem honum er ómeðvitað. Hvað táknuðu vængirnir í draumi mínum? Á sínum tíma tengdi ég þá við frelsi. Frá hverju var mér ekki jafnljóst. Og eins og fuglinum sem er sleppt úr búrinu er tamt, rataði ég aftur í fangelsið sem hafði heft anda minn. Ég þurfti að glíma við þann guð sem ég hafði sett á stall, fræðin, meitluð í stein af feðrum íslenskrar menningar. Þetta var grundvöllurinn sem lífsskilningur minn leynt eða ljóst byggðist á. En nú hafði orðið sú breyting á, að ég átti ekki einungis í samræðum við máttug fræðin heldur jafnframt mína innri veru sem leitaðist við að leysa upp steinrunnin viðhorf mín og hegðun. En þar eð rödd hennar er orðlaus og miðlar skilboðum sínum í hyldjúpum táknmyndum sem oft reynast torskildar, hefur tekið mig óralangan tíma að skilja hvert erindi hún átti við mig.
Klipping
Drauminn hér að ofan, sem ég hef kallað Vængi, dreymdi mig 4. janúar 1990. Átján árum síður dreymdi mig þann sem hér fer á eftir. Ég gaf honum titilinn Klipping:
Ókunnug kona kemur til mín og biður mig að klippa sig. Ég er hikandi í fyrstu en hún er hvetjandi, treystir mér. Ég hef uppi mörg orð um að ég kunni ekki til verksins en svo næ ég smám saman lagi og fer að finna mig í því, njóta þess, og ég fer að hafa skoðun á hvernig hárið skuli formað.
Þessi draumur varð mér innblástur til að setja saman ljóð, hið fyrsta sem ég sleppi fram í dagsljósið. Það skrifaði sig á ensku:
Haircut
I am your
imagination
here to show you how
this energy pours from
your source in
abundance
like my luxuriant
head of hair.
I am your
unharnessed power
come from the
wilderness
to bring this
gift
to your awareness.
Take this
raw material and
give it form,
shape it
into a story,
your story
to share
with the world.
Orsök, hlutverk og túlkun drauma
Orsök:
Úr hvaða jarðvegi var draumur minn síðastliðna nótt sprottinn? Og hvers vegna greiptist hann í hug minn? Ég freistast til að segja að hugarástand mitt hafi kallað á þennan draum. Að efasemdir um gjörðir mínar frá deginum áður hafi þarfnast úrvinnslu. Ég sé hann sem viðbragð við aðstæðum mínum, sem innri stuðning og leiðarljós. Reynslan af hjálplegum ábendingum drauma minna hefur kennt mér að ég get treyst því að í dekkri og skekjandi skilaboðum þeirra er að finna frækorn hins góða. Erfiðir draumar og martraðir eru vísbending um að ég hafi skellt skollaeyrum við vinsamlegri skilaboðum um að ég sé á villigötum og þurfi að horfast í augu við eitthvað sem hindrar þroska minn. Þegar svo er komið grípur undirvitundin til örþrifaráða til að ná athygli minni. Mér hefur lærst að draumar mínir tefla ævinlega fram vinveittum öflum sem leitast við að laða það sem býr í mér fram í dagsljósið.
Ég hef tekið eftir að draumar mínir endurtaka einstök atriði úr hugsunum mínum og gjörðum frá fyrra degi og setja þau í nýtt samhengi. Þetta samspil vökusjálfs og draumasjálfs leiðir mér fyrir sjónir að sjálfsmeðvitund mín er aðeins brot af veru minni. Það sýnir mér jafnframt að vera mín er samofin stærri heild. Annað fólk, dýr og náttúra sem koma fram í draumum mínum standa fyrir eitthvað í sjálfri mér en eru jafnframt vitnisburður um skyldleika minn við þessar verur, lífs eða liðnar, sem draumasjálf mitt hefur sett í tilskilin hlutverk. Þetta næturdrama miðar að því að gera mig meðvitaða um sjálfa mig og þá siðferðislegu ábyrgð mína að rækta það sem býr í mér sem einstaklingi til að það megi nýtast í þágu heildarinnar. Þannig gefa draumarnir gjörðum mínum og þankabrotum víðari og dýpri merkingu en ég hafði komið auga á í vöku. Þeir kenna mér að sérhver hugsun og gjörð í daglegu lífi hefur merkingu í samhengi heildarinnar.
Ég hef orðið þess áskynja í auknum mæli að ég á sjálf þátt í að skapa drauma mína. Ég er ekki hlutlaust ílát fyrir myndir sem streyma inn í vitund mína. Þetta vekur upp spurningu um hvort í okkur búi vitneskja um heildarmynd verunnar og heimsins. Svissneski sálfræðingurinn Carl Gustav Jung setti fram kenningu um Sjálf með stórum staf sem okkar litla meðvitaða sjálf á í stöðugu samspili við. Í sálarfærði Jungs er Sjálfið stjórnstöð sálarlífsins og í senn heild þess og hlutar. Þessu samkvæmt getur Sjálfið birst okkur í hinu smæsta og óverulegasta (á gildiskvarða okkar) sem og í æðstu gæðum. Vandi vitundarverunnar er að mæta skilaboðum frá Sjálfinu með opnum huga en láta ekki menningarleg og persónulega fordóma blinda sér sýn.
Ég trúi að sköpunarlindina sé að finna í hjarta verunnar sem við öll eigum rætur í. Hjartað hefur orðið okkur táknmynd fyrir aðsetur tilfinninganna og það er í hjartanu sem samruni andstæðna getur af sér nýtt innsæi og skilning. Hjartað er vígvöllur okkar og hjartað þráir sælu og frið. Sem vísdómsbrunnur sækist það eftir samvinnu okkar meðvitaða sjálfs til að skapa hið þráða ástand. Forsenda þess að friður komist á í heiminum er að við náum að sætta andstæðurnar sem takast á í okkur og hefjum okkur yfir stríðið sem geisar með okkur hið innra.
Í áranna rás hafa samræðurnar á milli mín, míns meðvitaða sjálfs, og hins stærra Sjálfs smám saman þróast yfir í nákomin og persónuleg tjáskipti, þótt svo að táknrænar draummyndir sem streyma frá Sjálfinu séu að hluta til ópersónulegar og algildar. Þessi ópersónulega hlið drauma minna, þemu og tákn sem eru mér kunn úr goðsögum og ævintýrum, hefur gert mig meðvitaða um að ég á rætur í sammannlegri veru sem gjörðir mínar hafa með einhverjum hætti áhrif á. Af þessum langvarandi samræðum hefur skapast djúlægt samband á milli sjálfanna tveggja sem bæði eru í sífelldri þróun. Áhrifin eru með öðrum orðum ekki einhhliða heldur gagnkvæm.
Hlutverk:
Samkvæmt minni reynslu eru draumar leiðsegjandi afl sem ýmist leitast við að leiðrétta óæskilegt viðhorf vökuvitundarinnar eða styðja dreymandann og styrkja þegar hann er að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi og hið meðvitaða sjálf er óöruggt um stöðu sína. Jung lagði áherslu á uppbótarhlutverk drauma sem felst í að þeir leitast við að stuðla að jafnvægi í sálarlífinu. Þegar við erum föst í einsýni, leiða draumarnir okkur fyrir sjónir aðra hlið á mikilvægu máli, oft með yfirdrifnum og dramatískum hætti til að fanga athygli okkar. Þegar þeir sýna okkur persónu sem við dýrkum í neikvæðu ljósi, kann það að vera vísbending um að við séum blind á mannleika þeirrar persónu og gerum of lítið úr sjálfum okkur í samanburðinum. Ef okkur finnst lífið vera eyðimörk, eiga draumarnir til að sýna okkur blómleg engi og aldingarða og leiða okkur þar með fyrir sjónir að í okkur býr allt litróf tilverunnar. Það er viðhorf okkar til aðstæðnanna sem ræður hvort við gefum okkur uppgjöfinni á vald eða snúum þeim upp í skapandi tækifæri. Eins og máltækið segir, þá erum við smiðir eigin gæfu. Og sem slíkir eigum við þátt í að skapa þann heim sem við byggjum.
Ég trúi að draumar mínir gegni verndandi hlutverki að því leyti að þeir þröngva ekki upp á mig sársaukafullri reynslu sem ég hef grafið í undirvitundinni, ef meðvitað sjálf mitt hefur ekki öðlast nægilegan styrk og þroska til að takast á við hana. Í viðvarandi samspili hins meðvitaða sjálfs og undirvitundarinnar öðlast hið fyrrnefnda styrk, vogar sér æ dýpra og verður þess umkomið að horfast í augu við og frelsa það í persónuleikanum sem hefur verið hafnað og haldið föngnu í skúmaskotum sálarinnar. Orkan sem hefur farið í að viðhalda bælingunni umbreytist í lífgefandi lind sem einstaklingurinn getur nýtt í þágu sjálfs og heildar.
Þar eð draumar mínir eru mér vitnisburður um að ég sé hluti af heiminum, eyða þeir tilfinningu fyrir einangrun sem hindrar blómgun og þroska þess sem í mér býr. Þeir auka mér megin með því að leiða mér fyrir sjónir að ég er ekki óvirkt fórnarlamb afla sem ég hef enga stjórna á, heldur hef ég hlutverki að gegna í “leikhúsi lífsins”. Ég hef áttað mig á, að með leiðsögn þeirra og stuðningi get ég átt virkan þátt í að móta lífsbraut mína sem einstaklingur. Þeir miðla mér innsýn í það sem var mér áður ókunnugt. Að því leyti eru þeir ómetanleg sköpunarlind. Hlutverk þeirra í sköpunarsögu menningarinnar er almennt viðurkennt. Og sama gildir um græðandi hlutverk þeirra, því það er í gegnum sköpun sem við heilum sjálf okkur og heiminn.
Túlkun:
Í helgiriti gyðinga, Talmúðinum, segir að ótúlkaður draumur sé eins og óopnað sendibréf. Ég trúi að það sé afar mikilvægt að við leggjum okkur fram um að skilja það sem draumar okkar leitast við að miðla okkur. Þar eð ég hef lagt mig eftir að höndla táknmál drauma minna, virðist Sjálfið hafa komið til móts við mig í viðleitni sinni til að koma skilaboðum sínum til mín. En mér hefur líka lærst að skilningurinn einn hrekkur skammt ef tilfinningarnar eru ekki teknar með í reikninginn. Og tilfinningarnar, segir skáldið Walt Whitmont, eiga rætur í líkamanum sem um aldir hefur verið laminn með lurk. Þennan vísdóm sem skáldið söng ótrautt um þrátt fyrir vandlætingu heimsins, hafa vísindin nú sannað. Við erum ein órofa heild þar sem hvað hefur áhrif á annað. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga við túlkun drauma.
Eins og ég gat um í upphafi, trúi ég að draumarnir streymi frá vísdómsbrunni hjartans sem við skynjum sem aðsetur tilfinninganna. Ég trúi að þeir vinni að því að græða hjartasár okkar sem einstaklinga og heimsins í heild. Ef við erum tilfinningalega hrjáð, getum við ekki lagt okkur heilshugar fram. Við drögum fram lífið en lifum því ekki lifandi. Tilfinningarnar eru frumefni sem við getum umbreytt í gull að fordæmi gullgerðarmannanna forðum sem vörpuðu innri hræringum sínum yfir á efnin sem þeir höfðu undir höndum. Draumarnir eru lykill að andlegri gullgerðarlist. Við hneigjumst til að týna okkur í eftirsókn eftir veraldlegu gulli en vitum þó innst inni að hjarta úr gulli er hin æðsta hnoss. Það er hinn torfundni fjársjóður sem persónur ævintýranna eru á höttunum eftir. Leitin sem þessar sögur fjalla um er í hinsta skilningi knúin áfram af þrá eftir að finna sjálf okkur. Þess vegna dugir ekki að höndla skilaboð draumanna með rökrænum skilningi einum heldur þurfum við að hlusta grannt eftir áhrifum þeirra á líkama og sál. Og í fyllingu tímans ber okkur að flytja þau með einum eða öðrum hætti, í orði eða gjörð, út í lífið.
Máninn og samhljómur verunnar
Máninn
úr The Shining Tribe Tarot
eftir Rachel Pollack.
Myndin er birt hér með leyfi höfundar.
Það var einhvern dag, er drottningin var í baði, að krabbi skreið upp úr flæðarmálinu og sagði: “Þú munt fá það, sem þú æskir, og eignast dóttur.” Á þessum orðum hefst ævintýrið Þyrnirósa í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Kóngur og drottning geta ekki eignast barn. Það ríkir með öðrum orðum stöðnun og ófrjósemi í kóngsríkinu. Það vantar sárlega nýtt blóð, endurnýjun. Og inn í þetta vetrarland skríður krabbadýr og boðar lausn. Það er krabbinn sem hrindir atburðarás af stað í sögunni. Drottningin dormar dreymandi í baðinu og þetta litla skeldýr sem stendur vökuvitund hennar svo órafjarri nær eyrum hennar. Talandi krabbadýr heyrir til undraveröld draumanna.
Mánaspilið hér að ofan á rætur í sama tímalausa mynstri og ævintýrið um Þyrnirósu. Með “tímalausu mynstri” á ég við sammannlega erkitýpu sem er að verki í sálarlífi okkar óháð tíma og rúmi. (Sjá tengil í ARAS: Archive for Research in Archetypal Symbolism hér að neðan þar sem lesa má skilgreiningu Carls Jung á erkitýpu.)
Fyrir réttum tólf árum dreymdi mig draum, sem ég kalla Brúna bjallan, og er rétt að taka fram að á þeim tíma þekkti ég ekkert til tarot-spila og ævintýrið um Þyrnirósu blundaði í djúpi bernskuminninga:
Ég stend í ganginum fyrir framan eldhúsdyrnar, klædd í appelsínurauðan eldhússlopp, og tala í síma við Guðlaugu vinkonu mína. Guðlaug er í vinnunni niðri í Sameinuðu þjóðum (þar sem hún starfar sem hjúkrunarkona). Skyndilega tek ég eftir brúnni bjöllu á vinstri handleggnum á mér. Ég verð furðu lostin en held ró minni og grandskoða þennan óvænta gest. Bjallan er grjóthörð viðkomu og líflaus að sjá. Ég held hún sé dauð og bursta hana af mér. En óðar en hún lendir á gólfinu færist líf í hana og hún skríður inn í tandurhreint eldhúsið mitt. Ég tek eftir hve hún magnast upp þegar hún rigsar yfir þröskuldinn og stefnir á ísskápinn. Nú finnst mér hún hafa umbreyst í kakkalakka og ég er gripin ótta við að missa hana á bak við ísskápinn. Mér til mikils léttis breytir hún um stefnu og skríður skáhallt yfir gljábónað gólfið í átt að eldhúsbekknum. Þegar hún nálgast sökkulinn, fleygir hún sér á bakið og rennir sér líkt og í leik síðasta spölinn.
Heltekin af spennu fylgist ég með ferðalagi hennar og þegar hún tekur stefnuna til baka á dyrnar, segi ég Guðlaugu hvers kyns er og bið hana að bíða meðan ég afgreiði pödduna. Ég herði upp hugann til að takast á við óvininn, helli úr mér fúkyrðum og stappa kröftuglega niður fæti til að kremja bannsetta pödduna.
Nú er eldhúsgólfið þakið hvítum pappír sem er ataður blóðslettum eftir átökin. Ég set tána undir eitt hornið, eins og til að breiða yfir hræið, en átta mig þá á að það leynist lífsmark með pöddunni. Reiðin gýs upp í mér á ný og þegar ég stíg á hana öðru sinni, tek ég eftir að ógnandi fótur minn er risastór, líkt og ég sjái hann með augum fórnarlambsins, og ég tek eftir að hann er í svörtum karlmannsskóm…
Táknræn merkingin sem er fólgin í nafni vinkonu minnar, Guðlaug, sem að auki er græðari og vinnur hjá Sameinuðu þjóðunum, tengir drauminn minn þeirri andlegu lind sem sjá má á mánaspilinu og í ævintýrinu um Þyrnirósu, lind sem í hinsta skilningi er kraftuppspretta alls mannkyns. Skordýrið vitrast mér á meðan ég er í símasambandi við hana (sími þýðir ‘þráður’; í hinu forna eddukvæði Helgakviðu Hundingsbana er hugtakið gullin símu haft um örlagaþræði). Hvað persónulegu hliðina varðar, má geta þess að Guðlaug vinkona mín var gædd bjartri og fallegri söngrödd sem mér þótti öfundsverð guðsgjöf. Sjálf hafði ég alltaf talið mér trú um að ég væri laglaus og forðaðist að hefja upp raust mína í annarra áheyrn, þótt í raun hefði ég yndi af að syngja.
Draumurinn hafði djúp og skekjandi áhrif á mig. Ég varð miður mín þegar ég áttaði mig á að ég var að reyna að murka lífið úr einhverju sem ég fyrirleit í sjálfri mér og hafði haldið föngnu í skúmaskotum sálarlífsins. Tvennt var það sem sló mig umsvifalaust varðandi bjölluna mína: leikurinn og liturinn. Hvernig hún renndi sér eftir gljábónuðu gólfinu í tandurhreinu sterílu eldhúsinu mínu. Og svo hitt, að liturinn á henni var sá sami og á blekinu í sjálfblekjungnum mínum, brilliant braun. Eins og kóngsríkið í Þyrnirósu var hugur minn steríll. Mig dreymdi um að skrifa en ég varnaði sjálfri mér aðgangs að sköpunarlind minni, að músíkinni í veru minni sem nærir ljóðið í lífinu. Mér var í mun að hafa allt flekklaust og fullkomið. Ég er í karlmannsskóm. Þessa mynd magnar draumurinn upp til að benda mér á að ég er á mála hjá karllægri menningu sem gerir lítið úr því sem brúna bjallan mín stendur fyrir. Ég er eins og kóngurinn sem reynir að hindra kynþroska dóttur sinnar með því að uppræta snældurnar í kóngsríkinu.
Svo kröftuglega skók draumurinn mig að brúna bjallan varð mér eins konar líflína og leiðarstef. Hún er enn að verki í mér. Síðast þegar fundum okkar bar saman var hún orðin fagurrauð og lék sér að gulum bolta!
Þegar erkitýpan lætur að sér kveða með þessum hætti, leitar hún eftir samvinnu dreymandans við að draga fram í dagsljósið það sem í honum býr, ekki bara það sem menningin kallar eftir hverju sinni – eins og kostunum sem Þyrnirósa er sögð búin áður en álög þrettándu vísindakonunnar lögðust á hana, heldur einnig hitt sem fellur utan rammans og hefur verið bælt vegna þess að það samræmist ekki forskrift samfélagsins. Við þráum að “allir unni okkur hugástum” og leggjum okkur fram um að laga okkur að hinni fullkomnu fyrirmynd en áttum okkur kannski ekki á að sú mynd er dregin upp og viðhaldið af ríkjandi öflum sem eiga vald sitt undir því komið að við troðum okkur í níðþröngan drottningarskrúðann – eða eldhússloppinn! – sem þau vilja sjá okkur í. Meinið er að við erum svo miklu stærri en hlutverkin sem okkur bjóðast.
Megin mánans hefur í sér fólgið endurnýjunarkraft sem formæður okkar og feður sáu endurspeglast í hringferli tunglsins sem þverr og endurnýjast á mánaðarfresti. Kóngurinn faðir Þyrnirósu getur einungis boðið tólf vísindakonum til fæðingarveislu dóttur sinnar vegna þess að hann á bara tólf gulldiska. Hann skilur hina þrettándu þess vegna útundan.
Danski shamaninn Annette Høst hefur bent á það í fróðlegri grein sem hún kallar Blessed by the Moon: Initiation into Womanhood (sjá tengil hér að neðan), að gulldiskarnir tólf séu táknrænir fyrir tólf mánuði sólársins en þrettánda vísindakonan sé fulltrúi mánans. Það eru tólf mánuðir í sólári en tímatal til forna tók mið af mána og markaðist af þrettán tunglkomum. Kvenleg náttúra og máni fylgja sama hljóðfalli. Eins og máninn endurnýjar sig þrettán sinnum á ári fer kona sem stendur í blóma lífsins á túr þrettán sinnum á ári og kemur skírð og frjó út í heiminn á ný eftir tíðirnar sem hafa kallað hana á vit náttúru sinnar. Öll þekkjum við illan orðstír tölunnar þrettán.
Ævintýrið um Þyrnirósu er afsprengi menningar sem setur rökvit hins upplýsta huga í hásæti en gerir að sama skapi lítið úr visku sem býr í líkamlegri skynjun og tilfinningum. Það sýnir afneitun feðraveldisins á kvenlegri náttúru sem kóngurinn faðir Þyrnirósu reynir að uppræta með því að láta eyðileggja allar snældurnar í ríki sínu. Þetta reynist þó vitagagnslaust örþrifaráð því að Þyrnirósa hlýtur að vígjast til kvenlegrar náttúru sinnar. Sagan er verðug áminning um að við mannfólkið erum hluti af náttúrunni og að okkur ber að umgangast hana, hvort heldur er í okkur eða fyrir utan okkur, af virðingu og velvild en ekki með húsbóndahroka og valdi. Undir því er farsæld einstaklinga og þjóða komin.
Sagan sýnir viðleitni dulvitundarinnar til að koma á jafnvægi í einsýnum heimi sem helgast af karllægum gildum feðraveldisins. Þróunarferlið sem krabbadýrið setur af stað tekur langan tíma eins og óralangur svefn Þyrnirósu undirstrikar. Fljótvirkara er að grípa til sverðsins eins og karlhetjurnar og brytja niður dreka og forynjur til að losa sig undan ofurvaldi náttúrunnar. Þetta er sú leið sem vestræn feðraveldismenning hefur farið og það offari. Afleiðingin er firring manns frá náttúru, sinni eigin og hinni sem skrifast með stórum staf. Þykir nú mörgum sem við fljótum rótlaus að feigðarósi.
Okkur er tamt að einblína á himin og huga og vænta alls hjálpræðis að ofan. Í Þyrnirósu tekur erkitýpan á sig mynd krabbadýrs en áttfætlu á mánaspilinu og dregur athygli okkar að undrinu í náttúrunni þarna niðri. Án næringar í gegnum rætur okkar í náttúrunni verður andleg eftirsókn ekki annað en yfirborðsleg þjónkun við kenningar og kreddu og geld sérhver hugsun. Að sama skapi getum við beitt hinum skapandi huga til að fága og skíra það sem er frumstætt og ótamið í eðli okkar, ef við bara erum fús til að horfast í augu við að við erum ekki jafn “siðmenntuð” og menning okkar gerir kröfu til. Við erum efniviður í sífelldri mótun og í þeirri mótun gegnir meðvitaður hugur okkar skapandi hlutverki í samvinnu við náttúruna. Þetta er kjarninn í hinni andlegu gullgerðarlist og í þeirri list gegna draumarnir okkar lykilhlutverki. Með leiðsögn þeirra getum við komist æ nær kjarna okkar sanna sjálfs.
Mánaspil Rachelar sýnir eldrautt og framandi skordýr, ljósbera sem fikrar sig upp úr djúpum dulvitundarinnar. Hér sýnist allt víbrera af ástríðu og leik. Berum við gæfu til að veita draumsýn sem þessari viðtöku og átta okkur á að þarna er á ferð eitthvað sem er að reyna að brjótast til vitundar í sjálfum okkur, eitthvað sem við gerum lítið úr en er engu síður lífæð sem tengir okkur við náttúrulegan uppruna okkar? Eða lítum við á hana sem röklaust rugl hins dreymandi huga og sökkvum henni í djúpin á ný?
Mánaspil Elizabethar J. Gill hér að neðan hefur á sér annan hugblæ og undirstrikar þjáninguna sem fylgir því að láta brynju úreltra hegðunarmynstra fyrir róða. Lítið krabbadýr skríður á land og fikrar sig inn í ókunna framtíð eftir blóði drifnum stíg sem liggur á landamærum villtrar náttúru og taminnar. Þetta sjáum við endurspeglast í úlfinum og hundinum sem fylgjast grannt með tilburðum krabbans. Spilið sýnist mér táknrænt fyrir þá hugsun sem virðist inngróin í kristna menningu, að þjáningin sé óhjákvæmilegur fylgifiskur, og raunar forsenda andlegs þroska. Þessi hugsun kristallast í álögunum sem drottinn guð lagði á konuna og karlinn vegna óhlýðni þeirra í aldingarðinum og nær síðar hæstum hæðum í krossfestingu Krists sem gerðist brotlegur við ráðandi öfl síns tíma. Út úr spili Rachelar les ég á hinn bóginn aðrar og jákvæðari áherslur, nefnilega að leikur og skopskyn séu mikilvægt veganesti á leiðinni til sjálfsþekkingar, heilunar og þroska. Það vekur upp hjá mér spurninguna um hvort við tökum lífið með öllum sínum mannasetningum einfaldlega ekki of alvarlega?
Máni
úr The Gill Tarot Deck
Reproduced by permission of U.S. Games Systems, Inc.
Stamford, CT 06902 USA.
Further reproduction prohibited.
Tenglar í heimasíður heimildamanna:
- Rachel Pollack
- Scandinavian Center for Shamanic Studies
- The Gill Tarot
Sjá ennfremur hvað Carl Jung segir um erkitýpur á vefsíðu ARAS: - ARAS: Archive for Research in Archetypal Symbolism
Table of contents:
Dreams
PLANETARY DREAM: Integrating Medusa
© 2012 Hallfridur J. Ragnheidardottir
Incubation theme: Clear-sightedness (of the Owl)
Date: 20-21 December 2011
For more information about the Planetary Dream 2011
visit http://www.oniros.fr/dreams11.html
1.
Gods and men are seated at a long table. Athena rises to her feet and addresses the meeting (I have the sense that I am the one acting this out).
2.
I see a drawing. Small items are scattered on a white page but in the lower right part and commanding my attention is the torso of a woman, ending just below the waist. Brown locks fall around her shoulders; she wears a dark green dress.
Short dream segments dispersed throughout the night which seemingly revolve around the same theme
3.
I am in the kitchen with my husband. He has put a small red pot on the stove, I hold in my hand two watery pieces of white fish, ready to put them in the pot. I become aware that I am wearing pyjamas (the ones I am sleeping in while dreaming) and my reddish brown bathrobe, but I don’t dwell on those details. I am thinking the red pot is too small, also it is not the one that we normally use for cooking fish, but I refrain from objecting.
4.
I am moulding dark hair on a head that I hold close to my body. I feel fondness for this head.
5.
I reach for an old fashioned black dial telephone by my bedside but stop short.
6.
I see on a table in my father’s apartment two ashtrays filled with burnt out cigarette stubs.
My reflections on the dream
Segment 1:
In Norse mythology, whenever a new order was called for the gods held council:
The sun did not know / what halls she possessed. / The stars did not know / where they had stations. / The moon did not know / what power he possessed. // Then all the powers went / to their judgement seats, / the all-holy gods, / and thereon held council. (Prophecy of the Seeress, st. 5-6; Engl. transl. Benjamin Thorpe)
In my dream, gods and humans hold council together as cocreators of the civilized world. The dream gives the word to Athena but I have a sense of myself speaking. That the Owl is the attribute of Athena, Greek goddess of civilization, needs no explaining.
Segment 2:
Curiously the scattered drawing foreshadows the fragmented dreams of the night, which in the end fall into place – like the sun, the stars, and the moon in the poem – when the conscious and the unconscious have worked out an order between them.
In my mind the partial woman in the drawing speaks to Athena’s ousting of Medusa. Jumping as a grown woman in full armor out of Zeus’s head, Athena incarnates her father’s idea of the ideal daughter who aligns herself with patriarchy. Infuriated with Medusa for copulating with Poseidon (Zeus’s underside) in her temple, Athena put a curse on her and turned Medusa’s locks into venomous serpents and gave her a stare that literally petrified those with whom she had eye contact. – I note that the woman in the drawing in my dream has soft brown locks.
Medusa is la méduse (‘jellyfish’) that glows in the ocean, a creature that stings and burns, its round shape suggestive of the spiritual dimension and wholeness arrived at through pain and tribulations. Medusa is the bleeding vulva, her maidenhead lost to the Moon in the guise of the ocean god, a violator according to some, a lover by others’ accounts (you will note that in the poem quoted above the moon is masculine and the sun feminine, and so it is in Norse mythology and the Germanic languages). It depends on the cultural code whether menstruation is deemed to be a curse or a creative adventure. Medusa was a mortal who had a creative union with a god who personifies the treasurehouse of the unconscious. Her offspring by Poseidon was the winged Pegasus, symbol of poetic inspiration. Some say Pegasus sprang from the blood gushing from her neck at her beheading by the hero Perseus, whose hand was guided in the deed by Athena.
The lower, instinctual part of the woman’s body is left out in the drawing. The color of her dress, the deep green of the ocean, implies that she has not fully emerged in human form. What is not expressed gives free rein to the fantasy. In my imagination it could be an allusion to the fish tail of a mermaid, a suggestion that would seem to be supported by the next dream segment.
Segment 3:
Cooking white fish in a red pot to me implies an alchemical process. The white fish I see as a reference to the submerged instinctual part of Medusa (mermaid) and simultaneously to the purity of her unadulterated instincts. I know that the watery pieces in my hand come from a frozen block (which I normally keep at hand in the freezer), suggesting a thaw. Cooking the fish in the red pot implies transformation from the white stage (albedo) to the red stage (rubedo) when life is lived consciously to the fullest, which is the goal of the Work. “The white becomes united with red through the raising of the heat of the fire (https://h2g2.com/edited_entry/A676370). In my dream the gas flame is burning under the pot. I am waiting for the water to boil before putting the fish in.
About the reddening it is said that “to make the opus come alive into a fully human mode of existence it must have ‘blood’”. (Same source as above.) A sacrifice is called for. The sacrifice of the innocent is a familar theme. The fish was a symbol for Christ and sacramental food in the Christian tradition, but the tradition of the sacred fish and its consummation as sacrificial food goes back to much earlier times. According to Louis Charbonneau-Lassay’s The Bestiary of Christ, goddesses like Ishtar and Astarte were sometimes represented as half woman, half fish, and he believes that the mermaids of later times may have derived their presentation from these goddesses.
The smallness of the pot, which I refrained from objecting to, might suggest that assimilation of the divine nature has to be done in small quantities (which seems in a sense to be reflected by the short segments of the dream). Or given that it was out of the ordinary to use this pot for fish, it may have served to pull my attention toward the red color. But given that the dream mirrors an act that is part of my daily life, I take its primary message to be an exhortation to see the sacred in my mundain everyday activities. To not just gobble up the fish to alleviate my hunger but to be aware that it has given up its life to sustain mine and to mentally link back to its, and my own – our common – sacred origins.
The fact that I note the pyjamas in which I am sleeping while dreaming and that I hold the fish in my hand, should have helped me become lucid, for ‘my hand’ is the sign supposed to alert me to the fact that I am dreaming. The dream thus emphasizes its message to wake-up and live everyday life in lucid awareness.
Segment 4:
I am moulding dark hair into an elegant coiffure – giving form to mysterious thoughts that arise spontaneously from the unconscious, like the hair that grows naturally on the human head. I only see the head of hair, which I take to symbolize Medusa’s severed head that inspired such terror in man. I hold it tight to my bosom (heart), feeling fondness for it. I understand that embracing Medusa’s energy is a prerequisite for a genuine creative act. There has to be a harmonious relationship between Athena, goddess of reason, and Medusa of the chaotic dark depths.
Segments 5 & 6:
Starting with segment 6 which came to me as the confirmation of a suspicion aroused by segment 5. A woman who is not in touch with her Medusa energy is prone to become the victim of an addiction. Medusa’s exile has left in the female soul an outcry for acceptance. Not knowing how to respond we resort to a pacifier to dull the pain caused by our helplessness. For my mother it was smoking, and so it is for my sister. For me it was therapy.
In segment 5 I reach for the phone. For years now, my therapy has been done over the phone. I have quit. The temptation to go back is there but reason (Athena!) has the better of me and I hold back. I have stopped before and gone back, numerous times, in my denial to look the fact in the eye (Owl) that therapy is not going help me find Medusa in me. It is an old fashioned phone which tells me that a new approach is called for. Ultimately, I believe that finding Medusa is a religious problem, religious in the sense of ‘linking back’ (religare), which goes beyond personal history. It is about woman’s creative relationship with the divine.
The initial scene in my dream implies that a new order needs to be implimented where Medusa will be given her rightful place, like the sun and the moon and the stars in the poem. When I googled marglytta (‘méduse’ in Icelandic) the other day, I saw it referred to as the “star of the ocean”. Given that our Planetary Dreaming is taking place at the winter solstice, I see this luminous star of the depths as the missing counterpart of the Bethlehem-star. This, in a nutshell, is what the clear-sighted Owl brought home to me in my dreams.
Telepathy Contest
at the 2011 IASD annual conference,
held in the 12th century Rolduc Monastery in Kerkrade, the Netherlands
During the night of 25-26 June, we were invited to take part in a telepathy contest. There was excitement in the air when the sender, Suzanne Wiltink, chose one of the four sealed brown envelopes held up to her by the organizers. Once retired to her room, Suzanne opened the envelope and concentrated on mentally transmitting the enclosed image to us dreamers. Our task was to make ourselves receptive in our dreams to messages sent out by Suzanne.
On the following morning each participant completed a dream report which requested a dream title, report of the dream(s), information concerning several of its key elements, and a guess about the nature of the target image. The forms were then deposited in a designated box.
On the morning of the 27th the four images were displayed, each on a separate cardboard box. Participants wrote their names on a form and deposited them in the box they believed displayed the target image which Suzanne had focused on.
When I saw the target image, I instantly knew that I had hit the nail on the head in answering the question, “What do you think the target image is?”
Priestess – Female or Androgynous Divinity was the conclusion I drew from what I saw as the central message of my dreams. It was a magical moment. Adding to the enchantment was the image itself which corresponds to The Hierophant (‘Pope’ or ‘High Priest’) on traditional Tarot cards. I did not delay to order the beautiful deck which draws on Celtic heritage.
To emphasize the feeling of magic surrounding this event, my path was repeatedly crossed by a beautiful Ladybug, be it in my room or outside, in the romantic gardens at Rolduc!
And so I was granted an Honorable Mention in the contest, while the winners gave a more graphic description of the image.
All in all, this was a blissful experience which reassured me that I am an integral part of a greater and mysterious whole.